Peningar og Fjölmiðlar

Þetta er nú meira vesenið sem er í gangi um hana Önnu Nicole! Konan er nýdáinn eftir að hafa misst son sinn og eignast stelpu og fjölmiðlar fá þetta líka ekkert smá kick út úr því að draga hana upp úr skítnum! Hún er dáinn og getur ekki varið sig! Kannski er það þess vegna sem er svona gaman að gera þetta? Eigum við ekki að finna okkur einhvern fatlaðan og gera lítið úr honum vegna þess að hann getur ekki varið sig??

Já ok hún lifði kannski ekki eins og móðir Theresa og átti mikið bágt (m.a með eiturlyf á einhverjum tímapunkti) en ég meina, hver á ekki bágt og hver lifir eins og heilög manneskja? Ekki ég get ég sagt ykkur!

Ég veit hvað litlu krakkarnir myndu segja við þessu : Maður á ekki að níðast á minni máttar! Anna Nicole er minnimáttar! Hún er dáin og getur ekki varið sig!! Svo í ofanálag eru allskonar karlar að gefa sig fram og segjast vera pabbi Dannielynn litlu, en þá er það, nú þegar Anna Nicole er dáinn, getur hún ekki sagt hverjum hún svaf hjá og hverjum ekki! Dómstólar hafa nú bara orð þessara manna og persónulega finnst mér asnalegt að þeim dytti ekki í hug að þeir gætu átt barnið fyrr en eftir að mamma hennar er dáin og þeir vissu að litlu stelpunni fylgja 32milljarðar!!  Það er verið að skemma líf 5 mánaða gamallar stelpu, eftir að hún missir eina systkin sitt og móður á fyrstu 5 mánuðum ævinnar! Og út af hverju? Út af peningum!!


mbl.is Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Guðmundsdóttir

Hmmm?

Hver fer í Eurovision?

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Róbert kennari
  • Gleðilampinn
  • ...dsc01536
  • ...dsc01535
  • Nemandi...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband